26.11.2011 | 18:07
Hárrétt ákvörðun hjá Ögmundi
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur reynst farsæll í starfi og ekki minnkar hlutur hans við þá ákvörðun að synja umsókn Kínverjans um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin er byggð á réttri lagatúlkun, yfirveguð og vel rökstudd. Það er heldur bágt að hlusta á viðbrögð þeirra sem gagnrýna niðurstöðu Ögmundar í þessu máli á fjárhagslegum forsendum. Þingmaður Samfylkingarinnar sem fór offari í Kastljósi Sjónvarps í gærkvöldi sá í hillingum 400 störf í hótelrekstri á Hólsfjöllum sem nú væru orðin að engu. Mörgum virðist fyrirmunað að læra af sögunni og kollsteypum sem kölluðu yfir þjóðina efnahagslegt hrun haustið 2008. Margur verður af aurum api segir orðtækið og það á vel við um þá sem láta glepjast af gylliboðum eins og hér voru á ferðinni og krefjast þess að ráðamenn sniðgangi lög landsins.
Athugasemdir
það er alveg með ólíkindum hvað fólk getur verið auðtrúa, lúxushótel og golfvellir á grímsstöðum á fjöllum það stendur aldrei til að byggja neitt slíkt.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 19:44
Ég bendi á það nýjasta frá hendi Huang Nubo, sem greint er frá mbl. is nú síðdegis og ég hef þegar bloggað um.
Ómar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 23:18
Tek undir þetta allt. Ótrúleg skammsýni sem virðist hrjá allan Samfylkingarþingflokkinn og aðra áhangendur hans. Einnig barnaskapur og trúgirni sem er afar hættuleg þegar svoleiðis fólk fær of mikil völd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2011 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.