Á stjórnlagaþingi hvílir mikil ábyrgð

Ástæða er til að óska þeim velgengni sem valdir voru á stjórnlagaþing. Þeirra bíður mikið og vandasamt verkefni sem ætlaður er stuttur tími til að leysa. Aðdragandi þingsins hefur ekki verið sem skyldi, sáralítil málefnaleg umræða í samfélaginu um verkefnið, þ.e. sjálfa stjórnarskrána, kynning frambjóðenda takmörkuð og oft yfirborðsleg af þeirra hálfu, flókið kosningakerfi og síðast en ekki síst afar lítið þátttaka í kosningunum, sem óhjákvæmilega veikir umboð samkomunnar.

Niðurstaða kosninganna var ef til vill fyrirsjáanleg, þar sem inn á þingið velst fyrst og fremst fólk sem hefur verið áberandi í umræðunni eftir hrunið, þótt það hafi tjáð sig um annað meira en nýja stjórnarskrá. Þannig felst í útkomunni aðvörun þegar kemur að spurningunni um persónukjör. Sama á við um fjarvist landsbyggðarfólk á samkomunni.

Mér fannst Þorvaldur Gylfason gefa rangan tón í upphafi í fjölmiðlum og mæla af yfirlæti en ekki hógværð eftir góða útkomu. Hvernig datt honum í hug strax í upphafi að boða helmings fækkun þingmanna og láta það síðan fylgja sögunni að Alþingi mætti ekkert um slíka hugmynd segja, ef hún birtist sem tillaga frá stjórnlagaþingi? Hefur hann ekki kynnt sér lagarammann um þetta þinghald? Þar með er ekki sagt að núverandi fjöldi þingmanna eða kjördæmaskipan eigi að vera óumbreytanlegar stærðir. Um þau álitamál hef ég tjáð mig á fyrri stigum.

Vonandi sýna kjörnir fulltrúar á þetta þing yfirvegun um leið og þeir leitast við að búa sig sem best undir verkefnið fram að upphafi þinghaldsins, m.a. með því að hlusta á sem flestar raddir í samfélaginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tek undir það Hjörleifur að niðurstaða kosninganna hafi í sjálfu sér ekki komið svo mikið á óvart, hvað mannvalið snertir. En þingsins bíður vandasamt hlutverk sem það vonandi leysir af hendi með fullum sóma. Við verðum að treysta því að svo verði.

Eitt gott tel ég þó þegar komið út úr þessum kosningum og það eru hinir miklu annmarkar sem gersamlega opið persónukjör væri á Íslandi, sem einu kjördæmi, með kannski 5000 manns eða fleiri í kjöri í 63 þingsæti. Þarf að segja meira?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er aðeins eitt sem liggur fyrir þessu þingi og er um leið ástæðan fyrir að þetta var keyrt í gegn.

Lesa má í skýrslu Evrópusambandsins um Ísland, frá því í maí:

"Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations.

TAktu eftir að þetta er það eina sem talið er til og er þeim efst í huga við þennan gerning. Ástæðan eru vilyrði gefin í bakherbergjum af Jóhönnu og Össuri. Þeir grípa þetta ekki úr lausu lofti.

Stjórnarskráin í núverandi mynd er hindrun innlimunnar og því er þetta gustukaverk ofarlega á daskrá.

Merkilegt er þó að enginn frambjóðenda nefnir þetta einu orði og gera ekki enn. Flestir vegna þess að þeir vissu hreinlega ekki af þessu en kafbátarnir af því að þeir vilja ekki fyrir nokkurn mun að þetta komist í hámæli.

Það má ætla að skálað hafi verið í utanríkisráðuneytinu og í Brussel þegar ljóst var að þeim hafði tekist að tryggja sér meirihluta þvert ofan í afstöðu landsmanna til málsins.  

Hér var blygðunarlaus smölun í gangi um leið og reynt var að letja almenning til þáttöku. Kosningakerfið og allur þessi prósess er hannaður eftir forskrift frá Brussel. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 02:05

3 Smámynd: Björn Emilsson

Það er greinilegt að bloggin mín og athugasemdir eru ekki mikið lesin, því miður. Eg hef þrástagast á þessu í langan tíma, nefnilega sem Jóhanna sagði á þingi að breyta þyrfti stjórnarskránni til að auðvelda inngöngu Islands í ESB . Þessvegna var þessi sjónleikur svokallað ´Stjórnlagaþing´ sett á svið.

Björn Emilsson, 1.12.2010 kl. 03:59

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sama hvað við reynum að æmta á blogginu. Fólkið situr heima og horfir á trúðinn eða einhverja sápuna í algleymi heiladeyfandi betabylgjubaðsins. Það hefur gefist upp á að mynda sér skoðun eftir upplýsingum fjölmiðla af því að spuninn hefur eytt öllum sannleika og málefnalegheitum. Allt er afstætt og líklegt til að vera lygi eða skrumskæling til að reka hulin markmið.

Það má þakka samspillingunni það að hafa tekið heila landsmanna úr sambandi.  

Það hefur þó ekki verið minnst einu orði á þetta í fjölmiðlum og þar liggur hundurinn grafinn. Meira að segja MBL liggur á liði sínu. Lygin er með í því sem ekki er sagt.   RUV er orðinn Orwellian áróðursmiðill og Egill Helgason leiðir hvern evrópufasistann þar til stofu til að vitna um fyrirheitna landið á meðan allt riðar til falls í Evrópu.  Ekkert heyrist af því.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 04:27

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleðillegan fullveldisdag. Mundu hann vel því það er eins víst að þeir verði ekki mikið fleiri ef menn eins og þú fá að ráða.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 08:01

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Loksins loksins varð hugmynd Þorvaldar Þórainssonar hæstaréttarlögmanns um stjórnlagaþing eða þjóðfund að raunveruleika sem hann setti fram í mjög velframsettri ritgerð í tímaritinu Helgafelli árið 1944.

ÞÞ braust til mennta ungur á tímum kreppu, bóndasonur af litlum efnum. Samt fór hann til framhaldsnáms til Bandaríkjanna og kom þaðan aftur sem róttækur sósíalisti eins og fleiri ljóngáfaðir Íslendingar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2010 kl. 09:49

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er mjög athyglisverður punktur hjá hjá þér, Hjörleifur, þetta með persónukjörið.

Þessar samsæriskenningar væru ágætar hjá Jóni Steinari, ef þær gengju upp. Það er svo langur vegur frá að þetta stjórnlagaþing sé að fara að breyta einhverju hér, upp á sitt einsdæmi. Það eru a.m.k. 2 eldveggir á leiðinni; Alþingi og svo þjóðin.

En vonandi kemur eitthvað skynsamlegt út úr þessu. Hógvært, en skynsamlegt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 10:29

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég verð að segja, að:

 

»Þetta voru skemmtilegustu kosningar sem ég hef tekið þátt í.«

 

Um þetta eru margir mér sammála. Er ekki kominn tími til að leggja niður þá heilaskemmandi athöfn að merkja »X« við einhvern bókstaf ? »X« merkingin var vel nothæf á þeim tíma þegar almenningar var varla læs og ekki skrifandi.

 

Sú hugmynd, að Stjórnlagaþingið sé í vinnu hjá Alþingi, stendst ekki. Alþingi hefur heimild til að gera minniháttar breytingar á Stjórnarskránni, en alls ekki að semja nýgja stjórnarskrá. Það er viðfangsefni fullveldishafans – lýðsins. Auðvitað á Stjórnlagaþingið að leggja tillögu sína fyrir þjóðina.

 

Ég lít svo á, að Þorvaldur Gylfason hafi verið að viðra þá staðreynd að fullveldið er hjá þjóðinni, en ekki Alþingi. Fullveldið felur í sér ótakmarkað og endanlegt vald til að ráða stjórnkerfinu. Þetta vald fekk almenningur með setningu núgildandi stjórnarskrár. Fullvalda varð því þjóðin 1944, en ekki 1918.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.12.2010 kl. 11:53

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Loftur, þú misstígur þig í einu í þeirri fullyrðingu að stjórnlagaþing sé ekki í vinnu hjá alþingi. Lög um stjórnlagaþing eru samin af alþingi og þar eru talin upp þau atriði, sem ber að hafa til umfjöllunnar. Ríkið leggur línurnar í 8 afmörkuðum atriðum þar. Lestu lögin og segðu mér að ég sé að misskilja þetta.

Varðandi eldvegginn, sem Gunnar nefnir, þá er alþingi ekki fyrirstaðan, þar sem nokkuð víst er að það samþykki a.m.k. 7.greinina um fullveldiisframsal. Ég sé ekki stjórnarandstöðuna ráða við ofríkið þar.

Þá er komið að því að fá undirritun forseta, en það er ekki sjálfgefið að hann sendi málið til þjóðarinnar.  Það er ekki einu sinni sjálfgefið að hann fái þetta til undirritunnar.  ESB umsóknin fór t.d. aldrei inn á borð hjá honum undir því yfirskyni að hún væri óformleg og kölluð "könnunarviðræður" í stað aðlögunarferlis, sem þetta er.  Þjóðin átti aldrei séns að fá neitt að segja um þetta og þótt fram kæmi frumvarp um að senda þetta til þjóðaratkvæða, áður en umsóknin var samþykkt, þá var því frumvarpi hafnað og þar riðu baggamuninn alþingismenn, sem kusu gegn umsókninni sjálfri.

Nú, svo er að lesa í það sem Þovaldur Gylfason segir um að þetta verði ekki endanleg stjórnarskrá heldur bráðabirgðarplagg, því það taki allavega 2 ár að móta þetta.  Hversvegna skyldi honum vera svo umhugað að koma þeirri fásinnu að?

Jú hann vill að afraksturinn verði óformlegur svo það komi hvorki til kasta forseta eða þjóðar, rétt eins og í tilfelli umsóknarinnar sjálfrar.

Ef þú nenntir að spá í þetta Gunnar, þá myndir þú sjá þetta og hætta að tala niður til fólks með þótta og háði.  En ef þér finnst þetta vera léttúðarmál, þá verður þú að eiga það við þig.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 18:55

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Steinar, ef Stjórnlagaþingið væri í vinnu hjá Alþingi, þá væri þetta undirnefnd hjá Alþingi, en ekki þjóðkjörið þing með sterkara umboð en Alþingi. Umboð Stjórnlagaþingsins er sterkara en Alþingis vegna þess að það var persónukjörið og því á betur við um það en Alþingi:

 

»Stjórnlagaþingsfulltrúar eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og ekki við nein fyrirmæli frá kjósendum sínum eða öðrum.« (Lög 90/2010 um Stjórnlagaþing)

 

Þetta merkir að Stjórnlagaþingið er ekki bundið því að leggja tillögu sína um nýgja stjórnarskrá fyrir Alþingi, áður en hún er lögð í þjóðaratkvæði. Raunar er það skylda Stjórnlagaþingsins að leggja drög að nýrri stjórnarskrá fyrir þjóðina og það væri brot gegn fullveldi þjóðarinnar að gera annað.

 

Alþingi hefur vísað gerð nýrrar stjórnarskrá frá sér og það getur ekki komið að gerð hennar, nema hin nýgja stjórnarskrá kveði um það skýrum orðum. Í núgildandi Stjórnarskrá er heimild fyrir Alþingi að gera breytingar, en alls ekki að gera nýgja. Alþingi er því algerlega úr myndinni, varðandi hina væntanlegu stjórnarskrá.

 

Engu máli skiptir þótt Alþingi hafi samið starfsreglur fyrir Stjórnlagaþingið, það hefur fengið sjálfstætt líf. Þannig segir til dæmis í lögunum:

 

28. gr.  Starfsreglur.

Forsætisnefnd Alþingis setur stjórnlagaþingi starfsreglur. Stjórnlagaþing getur ákveðið að leggja til breytingar á starfsreglunum og skulu þær staðfestar af forsætisnefnd Alþingis.

 

Það er augljóslega andstætt grunnhugsun lýðveldisins að fullveldishafinn – lýðurinn sé ekki ákvarðandi um sína eigin stjórnarskrá. Hér er um að ræða úrslitaatriði um fullveldisréttinn. Annað hvort er hér lýðveldi og fullveldið í höndum lýðsins, eða eitthvað annað stjórnarform sem ég hef ekki heyrt af.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.12.2010 kl. 00:45

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í 1. gr. laga um stjórnlaþing er terkið skýrt fram að það sé ráðgjafandi. Tillögur þess að nýrri stjórnarskrá verður á forræði Alþingis og þar má reikna með að það geri einhverjar breytingar.

Ráðgjafandi þing á Íslandi hófst strax með endurreisn Alþingis 1845 og stóð það fyrirkomulag uns stjórnarskráin 1874 tók gildi í ársbyrjun 1875.

Undanfari Alþingis var nefnd embættismanna sem kom tvisvar saman, árin 1839 og aftur 1841. Á þeim fundum komu fram ýms merkileg mál, t.d. varðandi bættar samgöngur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.12.2010 kl. 09:19

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt hjá þér Guðjón, að Stjórnlagaþingið er ráðgjafi fullveldis-hafans - almennings. Í lögum 90/2010 segir:

1.grein. Hlutverk.

Forseti Alþingis skal í samráði við stjórnlaganefnd boða til ráðgefandi stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944.

Eins og ég hef bent á áður, er skylda Stjórnlagaþingsins að leggja drög að nýrri stjórnarskrá fyrir þjóðina í þjóðaratkvæði. Að leggja hana fyrst fyrir óviðkomandi aðila eins og Alþingi væri beinlínis brot gegn fullveldi lýðsins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.12.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband