Aðlögunarferlið að ESB er gróf íhlutun með milljarða mútugreiðslum

Í löngu minnisblaði til utanríkismálanefndar sem menn geta kynnt sér í heild á slóðinni http://www.eldhorn.is/hjorleifur/vett2010/IPAMinnisblad.doc kemur fram hvernig fyrirhugað er að nota 28 milljónir evra eða á fimmta milljarð króna til að sannfæra íslensku þjóðina um ágæti aðildar að Evrópusambandinu. Vinnu að sérstakri landsáætlun og nýtingu fjármunanna verður miðstýrt frá Brussel, þar á meðal stuðningi "sem rekinn er beint af framkvæmdastjórninni og felur m.a. í sér aðstoð sérfræðinga og fjármögnun fræðslu- og kynnisferða sem álitnar eru mjög mikilvægar í umsóknarferlinu."

Með svonefndri "fjölærri heildaráætlun" sem framkvæmdastjórnin í Brussel útbýr á að "styrkja stjórnsýsluna ... til að hún geti tekist á við þær breytingar sem innleiðing ESB-löggjafarinnar hefur í för með sér" og "undirbúa jarðveginn fyrir væntanlega þátttöku í sjóðum og samstarfsáætlunum." Með "skjótvirkri" tæknilegri aðstoð (TAIEX) fá Íslendingar "aðgang að stórum hópi sérfræðinga frá aðildarríkjum ESB sem aðstoða við undirbúning að breytingu á löggjöf, reglum og innleiðingu", allt að fullu styrkt af Evrópusambandinu.

Þessu til viðbótar er kveðið á um "verkefnastuðning" m.a. til að tryggja FYRIRFRAM samræmt innheimtu- og upplýsingakerfi um tolla og virðisaukaskatt, og "þarf slíkt kerfi að vera til staðar þegar við inngöngu og verður nauðsynlegt að hefja undirbúning ÁÐUR EN ljóst er hvort Ísland mun gerast aðili eða ekki."

Væntanlegir eru hingað herskarar af erlendum áróðursmönnum ESB auk þess sem Íslendingum gefst kostur á styrkjum til utanfarar til höfuðstöðva ESB og víðar til að sannfærast um ágæti ESB-aðildar. Grófari íhlutun í íslensk málefni hefur ekki sést í manna minnum með tilboðum um mútugreiðslur í duldu og ódulbúnu formi. Á heimasíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur ræði ég um hvernig þessi aðför rímar saman við yfirlýsta stefnu VG undir fyrirsögninni "Eigum við að trúa þessu um VG-forystuna?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þessi þörfu skrif Hjörleifur.
 
Þessum ömurleika verður að bregðast við. 
 
Með kveðjum

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2010 kl. 19:35

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Athyglisvert er að gera þurfi klár kerfi um tolla og virðisaukaskatt áður en ljóst er hvort Íslandi gangi í sambandið.

ESB yfirtók endurgreiðslukerfi aðildarríkjanna vegna virðisaukaskatts og klúðraði því gjörsamlega. Skyldi upptaka á þessu kerfi er hluti af kröfum ESB? Mörg fyrirtæki, t.d. í fólksflutningum, hafa þegar skaðast af klúðrinu.

Haraldur Hansson, 11.9.2010 kl. 22:37

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er þetta ekki í boði vina þinna í VG?

Sigurður I B Guðmundsson, 11.9.2010 kl. 23:22

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þú stendur þig vel á vaktinni, Hjörleifur. En verður þessi ESB umsókn ekki keyrð í gegn með svipuðum hætti og einkavæðing bankanna og þannig að þjóðin fær ekkert um málið að segja....?

Það fer kannski að verða full þörf á að stofna hér "Landráðadómstól" samhliða Landsdómi....!!!

Ómar Bjarki Smárason, 12.9.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband