Fréttaskýring Times gott innlegg í ESB-umræðuna

Glöggt er gests augað má segja um innlegg Maddox hjá The Times í gær. Hann bendir á veika samningsstöðu Íslands gagnvart ESB og að við ættum að skoða aðra kosti og ætla okkur tíma til þess. ESB muni þrýsta á um fiskveiðiréttindi, ekki síst Spánverjar. Óvíst sé að Evrópusambandið vilji hleypa inn nýjum ríkjum í bráð.

Þetta eru sjónarmið sem ættu að teljast sjálfsögð frá bæjardyrum okkar Íslendinga. Ég orðaði þetta þannig árið 1990 í séráliti sem fulltrúi í Evrópustefnunefnd Alþingis á þeim tíma:

"Færa má fyrir því gild rök að Ísland óháð viðskiptabandalögum sé langtum betur sett en með því að verða jaðarsvæði í evrópsku efnahagsbandalagi. Ísland er á margan hátt í öðruvísi stöðu landfræðilega, viðskiptalega og menningarlega en önnur Norðurlönd, að ekki sé talað um gamalgróin iðnríki Vestur-Evrópu. Landfræðileg staða okkar getur gagnast þjóðinni í samskiptum til margra átta. Landið er miðlægt á Norður-Atlantshafi í þjóðbraut til austurs og vesturs, en liggur einnig vel við vaxandi samskiptum milli Evrópu og Austur-Asíu um norðurheimsskautið. Ef við höldum þétt utan um náttúruauðlindir okkar til lands og sjávar og vendum umhverfið fyrir mengun og ofnýtingu er unnt að halda hér uppi lífskjörum til jafns við það sem best gerist annars staðar."

Í greininni sinni í The Times í gær segir Maddox:

"Iceland is in a difficult bargaining position if it does apply to join the European Union. After last year’s financial eruption the needs are obvious – a currency to replace the krona and a way of recovering a reputation for stability. The passion for the EU within the new leftwing coalition, elected at the weekend, is understandable. It seems to chime with the mood of many voters, though the national pride in independence runs deep. But Iceland’s weakness is that it has resolved its ambivalence about the Union at precisely the point when the EU has shut the door. There cannot be any more expansion unless Ireland votes “yes” to the proposed new rules for running the Union in its referendum this year. Nor, probably, can any new countries join until Croatia and Slovenia resolve a sea border dispute, which Slovenia is raising as a bar to Croatia’s entry. Even if those obstacles are overcome, other governments are aware of Iceland’s desperation and will push hard for concessions on fishing rights. The Spanish presidency of the EU, in the first half of 2010, would surely press that point. Iceland does not have many attractive alternatives to EU membership. But it can make the best of a weak hand by reminding the EU that there are other clubs it could join – it could adopt the dollar or seek entry to a North American trade alliance. From the middle of the Atlantic, Iceland has always been good at playing the US off against Europe, and both against Russia. That has brought mistrust, but it remains its best card.

Last year’s trauma delivered two main lessons. First, it is probably impossible for a tiny open country to maintain its own freely floating currency. Indeed, the view that the krona should be swapped for the euro was a matter of direct debate in Icelandic politics two years ago, with hardliners recommending that Iceland do so unilaterally, without joining the EU.

That is possible, in theory. Some tiny countries have – Montenegro and Kosovo. But Montenegro is the only significant case. It managed “euroisation” in 2002, before the currency was so entrenched. But the European Central Bank and the EU loathe the practice, and the penalties would be severe – delaying EU membership if not obstructing it permanently. But if the adoption of a stable outside currency is essential, the euro remains out of reach. Iceland needs to think of alternatives. The dollar, Norwegian krone or Swiss franc are options that have flickered over the landscape of Icelandic politics, even if its trading patterns make them less attractive. Similarly, Iceland needs to think about the purpose that EU membership would serve, beyond access to the euro. For years it has found the European Economic Area a good substitute. The second lesson from the collapse was that EEA membership had some unexpected pitfalls, such as legal uncertainty about obligations to recompense savers in its banks. Iceland undeniably needs to repair its reputation – to dispel any sense that the Government did not know the rules. Joining the EU would be one answer, but it is not the only one. Addressing the nervousness head-on by compensating foreign savers who lost money after the collapse of its banks is one immediate step. EU accession talks would be painful. The potential fishing rights dispute cannot be brushed away, even if fish exports are now a small part of Iceland’s economy. Iceland manages its stocks well; the EU does not. The new Government is surely right in looking towards Brussels. But it might strengthen its hand by waiting and exploring alternatives."  

 


mbl.is Ísland þurfi að spila vel úr veikri stöðu gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við nú að fara láta einhverja fréttasnápa ákveða það hvort við náum góðum samningum eða ekki. Það hefur alltaf verið vitað að samningsstaðan hefur versnað með hruninu, en að halda það að ESB muni þess vegna knésetja eða kreysta úr okkur hvern dropa er algjört rugl, hvernig var það með austur Esvrópu þjóðirnar, þær voru teknar hver af öðrum og ef eitthvað var, þá var þeim hjálpað frekar en hitt.

Ég tók 18 miljón króna lán og þarf að borga það 17 falt til baka, þ.e. 300 miljónir þegar upp verður staðið eftir 40 ár. Þökk sé úrtölumönnum sem eru á móti ESB. Við Íslendingar, fyrirtæki og heimili gætum lækkað hér vexti sem nemur 228 miljörðum á ári ef við gengjum í ESB. Geturðu ímyndað þér hversu miklu meira væri eftir í veski almennings við hver mánaðarmót ef vextir myndu lækka um þessa upphæð?

Það er sorglegt að þurfa vera berjast við menn sem jafnvel grípa til svo lúgalegra atriða að segja að við myndum missa ALLAR auðlindir okkar, heldur þú að allar þjóðirnar sem gengið hafa í ESB, hafi byrjað á þvi við inngöngu að afsala sér öllum auðlindum sínum, þvílíkt og annað eins bull, og á hverju hefðu þá þjóðirnar lifað? Þið hikið ekki við að kasta ryki í augu fólks til að ná markmiðum ykkar og ekki kæmi mér á óvart þó þú kastaðir þessari athugasemd út og bannaðir mér síðan í kjölfarið að gera athugasemdir við bloggið þitt, því sannleikurinn má ekki heyrast, eða hvað?

Valsól (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 07:16

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Valsól, hafðu ekki áhyggjur. Núverandi ríkisstjórn og/eða framlenging hennar mun redda bæði fyrirtækjum og heimilum út úr aðsteðjandi vanda. Við megum ekki missa trúna á heilaga Jóhönnu, ekki satt ? Steingrími treysti ég alveg til að forða okkur frá ótímabærri EBé umsókn.

Við verðum að hugsa um framtíð niðja okkar, Valsól ! Við getu byggt krónuna upp á nýjan leik sem oft áður, ekki satt ? Ég er löngu hættur að hlusta með andakt á vaðalinn í hagfræðingunum. Þeirra skoðanir og ráð eru svo mörg og mismunandi, sem flugur á mykjuhaug og lyktin eftir því.

Heilög Jóhanna og hennar stjórn verður samt að fara að láta verkin tala. Hætta öllu fjasi um EBé um sinn. Þau minna mig óþarflega mikið á Sollu og Geira.

Með kveðju frá Karlskrona,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 4.5.2009 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband