EES-samningurinn varðaði leiðina fyri útrásina og hrunið

Það er rétt hjá Birni Bjarnasyni að án aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu hefði ekki komið til stofnunar útibúa íslenskra banka erlendis sem urðu stökkbretti fyrir útrásarvíkingana og leiddu af sér hrunið sl. haust.

Þegar árið 1990 benti ég í skýrslu Evrópustefnunefndar til Alþingis á hættuna af að innleiða hér meginreglur innri markaðar Evrópusambandsins, þ.e. svonefnt fjórfrelsi, með óheftum fjármagnshreyfingum. Um þerra fjallaði ég á bloggsíðu minni 21. nóvember 2008. Í séráliti mínu sem birtist í skýrslunni sagði ég m.a.:

Óheftir fjármagnsflutningar eru eitt undirstöðuatriði innri markaðar EB sem áformað er að yfirfæra til EFTA-ríkjanna. Ísland hefur sérstöðu að því leyti að hér eru miklar hömlur á þessu sviði. Með þátttöku í EES yrðum við skuldbundin til að aflétta þessum hömlum innan skamms og fórnuðum þannig þeim stjórntækjum í efnahagsstarfsemi sem í þeim felast.Þótt bent sé á vissa kosti sem fylgt geti fjármagnshreyfingum, tengjast þeim mörg vandamál, ekki síst fyrir litla efnahagsheild eins og þá íslensku. Þannig takmarka óheftar fjármagnshreyfingar verulega möguleikann á að reka sjálfstæða peningastefnu og hafa stjórn á gengi og vöxtum. Niðurstaðan af því að aflétta hömlum af fjármagnshreyfingum gæti að því er Ísland varðar orðið verulegt útstreymi á fjármagni úr landi, auk þeirrar hættu sem tengist spákaupmennsku og undandrætti frá sköttum."Frjáls" þjónustuststarfsemi varðar m.a. fjármálaþjónustu með óheftum rétti til hvers konar banka- og tryggingastarfsemi, ... Fyrir Ísland gæti "frelsi" á þjónustusviði haft í för með sér miklar breytingar sem m.a. kæmu fram í því að erlendum bönkum yrði leyft að starfa hérlendis með tilheyrandi heimild til fjármagnsflutninga milli landa.Fyrir liggur að í könnunar- og undirbúningsviðræðum voru engir ákveðnir fyrirvarar gerðir af Íslands hálfu ....  Telja verður með ólíkindum að ekki skuli hafa verið settir skýrir fyrirvarar af Íslands hálfu varðandi samningaviðræður um þjónustu- og fjármagnssviðið.“

 


mbl.is Aðild að EES réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Hjörleifur

Mamma er þremenningur við þig og Bjarna Benediktsson í föður og móðurætt. Um langt skeið voru sitthvor póll hins kalda stríðs, þeir sem höfðu tengsl í austurveg og þeir sem gengu erinda Bandaríkjahers. Veit að hún yrði á vissan hátt ánægð að fá vitneskju af þessum samhljómi frænda sinna. En ekki á ég þó sameiginlegt með ykkur a sjá þá ógn sem þið sameinist nú gegn.

Ég er ósammála þessari sögutúlkun. Ísland og Noregur eru bæði í EES en fóru sitthvora leiðina síðustu tuttugu árin. Noregur beitti ráðdeild og sparsemi, undirbjó sig fyrir samdráttarskeið, á sama tíma og Ísland innleiddi óhóf og neysluhyggju. Líkt og Gylfi Magnússon hefur bent á að í stað þess að eftirlitsstofnanir stæðu vörð um hagsmuni lands og þjóðar, gengu þeir í lið með útrásinni og bönkunum. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.2.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Ákvað að setja hér inn part af svari Jóns Baldvins við skrifum Björns Bjarnasonar Copy- Paste af síðu Jóns Baldvins jbh.is

Krosstré og önnur tré

Það er haft fyrir satt að Halldór E. Sigurðsson, fv. samgöngumálaráðherra, hafi á sínum tíma beitt sér fyrir byggingu Borgarfjarðarbrúarinnar. Brúin þótti hin besta samgöngubót í héraði. Samt hafa því miður orðið þar alvarleg slys. Hefur það hvarflað að nokkrum manni að draga Halldór E. Sigurðsson, brúarsmið, til ábyrgðar fyrir það?Auðvitað ekki.

Myndlíkingin skýrir sig sjálf. Það er hlutverk stjórnvalda (stjórnmálamanna) að byggja veginn (EES-samninginn í þessari samlíkingu). Það er hlutverk lögreglunnar (seðlabanka og fjármálaeftirlits) að annast umferðareftirlit. Það er á ábyrgð einstaklinganna (bankastjóra útrásarinnar) að fara að umferðarreglum og forðast ofsa- og ölvunarakstur, sem stofnar lífi og limum annarra í hættu.

Það er svo hlutverk lögreglunnar að stuðla að umferðaröryggi, t.d. með hraðatakmörkunum, og þegar allt um þrýtur að hafa hendur í hári þeirra , sem brjóta af sér.Lögreglan aflar síðan sannana fyrir umferðarlagabrotum og kærir til dómstóla, sem beita refsingum lögum samkvæmt, þar með talið sviftingu ökuleyfis (bankaleyfis)

Tjörvi Dýrfjörð, 24.2.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband