Hvar var Gylfi Zoega fyrir hrun?

Það er sérkennilegt að hlusta á boðskap hagfræðinga eins og Gylfa Zoega sem fyrst nú virðast vera að átta sig á þeirri alvarlegu stöðu sem stefna og andvaraleysi ríkisstjórnar Geirs H Haarde og forvera síðasta áratuginn hafa komið þjóðinni í. Það einkennilega er að maður minnist ekki að Gylfi og þorrinn allur af kollegum hans hafi sett fram miklar aðvaranir vegna efnahagsstöðunnar og stefnu nýfrjálshyggjunnar áður en kollsiglingin blasti við sl. haust. Sú staðreynd veikir trúverðugleika þeirra nú þegar þeir telja sig vera að vísa á leiðir út úr kreppunni.

Í rauninni sýnist Gylfi Zoega hafa þann boðskap helstan að flytja að Ísland eigi hið allra fyrsta að koma sér inn í Evrópusambandið, rétt eins og þar sé skjól að hafa til að leysa allan vanda. Honum og mörgum fleiri sem ræða stöðu mála hér heima fyrir virðist líka sjást yfir eða vilja ekki tala um þá sídýpkandi efnahagskreppu sem skekur nú heimsbyggðina og birtist mönnum í að bankar og fjölþjóðafyrirtæki eru í biðröðum eftir að komast undir pilsfald ríkisins, þess sama ríkis sem flestir hagfræðingar vildu til skamms tíma hvorki sjá né heyra að hefði afskipti af hinum óskeikula markaði.

Eflaust er Gylfi Zoega vel meinandi og kannski nafni hans á stóli viðskiptaráðherra gæti haft gagn af honum sem etikettumeistara í samskiptum við erlenda lánardrottna. Þá færi landið kannski að rísa með bættu viðmóti sem prófessorinn telur að ásamt hroka og ósveigjanleika sé að dæma Íslendinga í auralaust svarthol um langa framtíð. 


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég gat nú ekki séð hann minnast einu orði á Evrópusambandið. Það sem hann var að benda á réttilega, að án sambanda við umheiminn stefndu við í glötun af augljósum ástæðum.

með kveðju

Finnur

Finnur Bárðarson, 19.2.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ætlum við að eiga viðskipti við útlönd?

http://hhbe.blog.is/blog/hhbe/entry/807966/

Haraldur Haraldsson, 19.2.2009 kl. 21:21

3 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Finnur.

Í lok viðtals í Spegli RÚV að loknum 18-fréttum í kvöld kom það skýrt fram hjá Gylfa Zoega að eitt það mikilvægasta sem gera þyrfti teldi hann vera að Ísland sækti strax um aðild að ESB í von um að fá skjóta áheyrn.

Hjörleifur Guttormsson, 19.2.2009 kl. 21:24

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Erlent fjármagn var bæði upphaf og endir á bankaútrásinni.  Það er staðreynd sem ég held að Gylfi ætti að ígrunda vel vel áður en hann opnar munninn aftur opinberlega um efnahagsmála. Það er nefnilega ýmislegt sem bendir til þess að við stæðum síst ver í dag hefðum við aldrei komist í þetta erlenda "ódýra"  fjármagn.

Guðmundur Jónsson, 19.2.2009 kl. 22:49

5 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það er alveg ljóst á því sem hér hefur gerst að ekki þarf bara að taka til í í stjórnmálum heldur verðum við að fá hér alvöru dínamískt fræðasamfélag sem lætur í sér heyra, sem leyfir sér gagnrýna hugsun og tekur af alvöru þátt í samfélaginu. Ekki bara þegar illa gengur.

Gylfi hefði betur hugsa jafn gagnrýnið á góðæristímanum og gert eitthvað í málunum þá annað en að útskrifa ljósritaða hagfræðinga sem kunna ekki annað en að fara með kennisetningarnar og sækja um vinnu hjá fjármálastofnunum (pardon my french) en ég er bara öskuillur. Háskólasamfélagið hefur brugðist okkur lrétt eins og ALLIR stjórnmálaflokkar á þingi og það er nokkuð til að hafa stórkostlegar áhyggjur af

Sævar Finnbogason, 20.2.2009 kl. 00:00

6 Smámynd: Sævar Finnbogason

.

Sævar Finnbogason, 20.2.2009 kl. 00:00

7 Smámynd: Þorvaldur Blöndal

Fyrir hrun kenndi Gylfi í HÍ og hlaut meðal annars verðlaun fyrir lofsverðan árangur: http://www.hi.is/files/skjol/stjornsysla/Arbok_Haskola_Islands_2007.pdf

Þar að auki var hann viðriðinn Hagfræðistofnun og var t.a.m. annar höfunda "Iceland’s Currency Dilemma" árið 2006, rúmu ári fyrir upphaf hörmunganna. Þar geturðu t.d. leitað að "financial stability" og "financial instability".

Þar áður starfaði hann í Bretlandi ef ég man rétt.

Þorvaldur Blöndal, 20.2.2009 kl. 00:08

8 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þorvaldur.

ég dreg úr gagnrýni minni á Gylfa nokkuð..... EN engu síður er ekki nóg að byrta skýrslu sem eingöngu fræðimenn lesa. Það þarf meira til og það er að mínu viti skylda (borgaraleg og siðferðileg) hvers þess sem hefur slíkar upplýsingar sem kunna að sína fram á hluti eins og hér urðu að að gera það sem þarf til að koma þeim á framfæri við ALMENNING. Þessvegna stend ég við það sem ég segi að háskólasamfélagið verður að fara í naflasko'unog hugsa um sinn hlut í þessu klúðri.

það er ekki nóg að skilja það verk eftir handa einum manni sem verður svo skotskífa kerfisins, úthrópaður bölsýnismaður. (hér er ég að tala um hann nafna þinn Gylfason)

Sævar Finnbogason, 20.2.2009 kl. 00:29

9 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já og það er líka 100% rétt hjá honum að eitt það mikilvægasta skref sem íslendingar geta tekið í endurreisninni er að ganga í ESB og taka upp evru.

Jón Gunnar Bjarkan, 20.2.2009 kl. 06:25

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú ætla ég að líma hingað inn, pistil sem ég setti fram í tilefni þessa.

Þykir mér nú húskarlar væla mjög undan ókomnum hrakverðum.

VÆLUKJÓI með asklok að himni.

Hagfræðingar landsins eru hverjir af öðrum að gera sig að brjóstumkennanlegum vælukjóum og það sem verst er, --þeir taka með sér pólitíkusana, sem ekki þora að andmæla þeim.

Það er gersamlega útí hött, að við uppskerum virðingu með því að leggjast undir svona braskara, sem afar margir af ,,kröfuhöfum" á hendur bankana eru.

 Það hefur nú aldeilis heyrst í ,,kröfuhöfunum" okkar í gömlu bankana.  Kröfur um, að Kaupþing borgi veðmál sem gerð voru í stöðutöku GEGN ísl þjóðinni.

 Ef menn yfirleitt hlusta á þann söng, að ,,VIÐ EIGNUMST VINI",--ENDURTEK VINI, MEÐ ÞVÍ AÐ LEGGJAST NIÐUR OG BJÓÐA AFNOT AF SKROKK ÞJÓÐ'ARINNAR, til að friðþægja fýsnum braskara í auðfenginn gróða, eru menn virkilega á villigötum.

Það er þekkt í Mannheimum, að borin er virðing fyrir þeim, sem berjast þrátt fyrir ofurefli en leggjast ekki niður og láta það verða er verða vill.

Ef hreðjar eru undir ráðamönnum biðja þeir svona aumingja aldrei þrífast og láta af kennslu í svona fræðum, því nægar eru úrtöluraddir og nægar eru syndir þeirra Hagfræðinga sem voru í KLAPPLIÐINU OG FREYÐIVÍNSFUNDAHÓPUNUM, þegar þjófar riðu um héruð og töldu menn á, að þar færu miklir höfðingjar sem allt gætu og væru ósnertanlegir með öllu.

Meistarar ei meir --ei meir.

Miðbæjarihaldið


Bið síðuhaldara afsökunar á framhleypni minni en eins og sagt var í Fóstbræðrasögu  ,,ég mátti ei bindask"

Bjarni Kjartansson, 20.2.2009 kl. 10:12

11 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Gylfi var með mér á fyllerí - yfirleitt vorum við í Englandi að horfa á fótboltaleiki hjá West Ham í boði Björgólfs Guðmundssonar.  Ég mann á einum barnum þá "neitaði Gylfi að borga fyrir bjór - fann eitthvað óbragð af mjöðnum".  Það varð allt vitlaust á svæðinu þegar eigandi staðarins öskraði "Can yOu believe it - HE is not going to pay".  Ég var síðan spurður hvaðan við kæmum!  Ég var fljótur að redda okkur út úr þeirri klípu með því að svara: "We come from the NORDIC countries".....  Sú ærandi ÞÖGN sem heyrðist frá Gylfa og Háskólasamfélaginu fyrir kreppuna er & verður til SKAMMAR..!

Jakob Þór Haraldsson, 20.2.2009 kl. 10:21

12 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Gylfi hefur mjög margt til síns máls.

Við rekumst ansi illa í samfélagi þjóðanna þessi árin.

Sjálfstæðisbarátta okkar er stundum með þvílíkum eindæmum.

Tökum hvalveiðar sem dæmi.

Þær röksemdir sem Íslendingar bera fyrir sig eru t.d.:

Það koma ekkert færri ferðamenn til Íslands, þótt við veiðum hval!

Það fara ekkert færri í hvalaskoðun þótt við eigum hval!

Þetta er svo innilega þröngt sjónarmið.  Langreyðar þær sem Íslendingar leyfa sér að veiða og það 150 dýr eru flökkudýr.  Það þýðir að langreyður er sameiginleg eign allra þjóða.  Þær þjóðir hafa þrátt fyrir efnahagsþrengingar í sínum löndum ekki lagst í Langreyðarveiðar.

Langreyður er í útrýmingarhættu og alþjóðasamfélagið gagnrýnir okkur hart fyrir að ganga svo grimmilega fram gagnvart þessari alþjóðlegu eign.

En Íslendingar líta á þetta mál sem einhvers konar sjálfstæðisbaráttu.

Gylfi Zoega hefur unnið mörg markverð störf sem hagfræðingur.

Til þess að árétta hér, burtséð frá ESB eða ekki, þá bendir hann á hroka embættismannakerfisins hér á landi, misvísandi upplýsingar o.fl.

Það eru hlutir sem við verðum að koma í lag

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:44

13 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Ekki kann ég við þessar árásir á menn eins og Gylfa.   Hann er sómadrengur og algjör óþarfi að gera eitthvað lítið úr hagfræðingum og hagfræði.  Rökræða er af hinu góða en for-dómar eru ömurleg vísindi. 

Svo er það nú þannig Hjörleifur Guttormsson að ég er ekki haldinn þráhyggju gagnvart ESB þó ég vilji skoða möguleikann á að ganga þangað inn enda er ég víst ekki í Samfylkingunni heldur telst víst meiri hægrimaður.  Segðu mér Hjörleifur eru hægrimenn haldnir ESB þráhyggju eins og Samfylkingarfólk ef þeir eru sömu skoðunar eða gildir það þá ekki?

kær kveðja

Sveinn 

Sveinn Valdimar Ólafsson, 21.2.2009 kl. 00:14

14 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Erlent fjármagn var bæði upphaf og endir á bankaútrásinni.  Það er staðreynd sem ég held að Gylfi og fleiri ættu að ígrunda vel.  Sá raunveruleiki að hagfræðingar vel flestir Þar með talinn umræddur Gylfi Zoega voru algerlega út á þekju í allri umfjöllun um efnahagsmál í fortíðinni hlýtur að gera þeirra hugmyndir um lausnir í framtíðinni mjög vafasamar. Bara það að Gylfi virðist trúa því enn að aðgengi að erlendu lánsfé sé lausn efnahagsvandans á íslandi segir mér að hann er enn að fálma í svarta myrkri.

Guðmundur Jónsson, 21.2.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband