Evrusvæðið gæti senn riðað til falls

Þýska vikuritið Die Zeit hefur eftir Strauss-Kahn framkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að evru-myntbandalagið kunni að sundrast.

Á þetta benti ég í grein í fréttablaðinu í nóvemberbyrjun 2008, sbr. heimasíðu mína www.eldhorn.is/hjorleifur 1. nóvember 2008.

Þar sagði undir millifyrirsögninni Hvað verður um myntbandalag ESB? eftirfarandi:

"Þær hremmingar sem nú ganga yfir efnahagskerfi veraldar eiga eftir að hafa djúpstæð áhrif og innan tíðar getur blasað við gjörbreytt landslag í viðskiptum og alþjóðamálum. Það á m.a. við um forsendur hnattvæðingarinnar og ríkjasamsteypur eins og Evrópusambandið. ESB og Evru-svæðið innan þess er afar illa búið undir þá kreppu sem nú ristir æ dýpra í efnahagslíf heimsins. Þýskaland, sem ásamt Frakklandi er burðarás í Evru-myntbandalaginu, er sem vöruútflytjandi afar viðkvæmt fyrir samdrætti. Þótt Evru-löndin séu ekki skuldsettari á heildina litið en Bandaríkin hefur hagvöxtur þar verið langtum minni og aldurssamsetning önnur og óhagstæðari líkt og hið sama á einnig við um Japan. Að auki er atvinnuleysi innan ESB þegar gífurlegt vandamál, um 70% meira en í Japan og tvöfalt meira en verið hefur í Bandaríkjunum. Efnahagsvöxturinn sem átti að fylgja innri markaðnum hefur látið á sér standa og ESB er þannig afar illa undir frekari samdrátt búið. Leiðandi ríki á Evrusvæðinu hafa að undanförnu brotið meginreglur Maastricht-sáttmálans um ríkisfjármál, skuldsetningu og efnahagslegan stöðugleika. Aðsteðjandi kreppa getur því fyrr en varir sett myntbandalagið í uppnám. Kjarninn í hertum áróðri hérlendis fyrir að Ísland sæki um aðild að ESB hvílir þannig á ótraustum grunni, svo ekki sé litið til annarra þátta sem mæla gegn aðild. Heilvita menn ættu að sjá að við núverandi aðstæður og dýpkandi alþjóðlega kreppu framundan væri hreint glapræði að fara að bindast Evrópusambandinu í meira mæli en orðið er."

  

 


mbl.is Nær Evrópu með Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Takk aftur fyrir að vekja athygli á viðkvæmu og stóralvarlegu máli sem hefur mikið með umræðuna hér á landi að gera.  Gott að skyggnast inn í málin frá öðru sjónarhorni.

Baldur Gautur Baldursson, 29.1.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hef verði vakinn og sofinn í, að vara menn við þessum lygum í Greiningadeildar fólki bankana.

Ég var andstæðingur EES samningsins og vildi fara aðrar leiðir að svipuðu marki hvað varaðar framvindu frelsis og jöfnunar aðstæðna afkomenda minna og annarra landa minna.

Svisslendingar gerðu það og fóru úr EES þar sem Fjórfrelsið gat ekki hentað þeim frekar en í ljós hefur komið GRIMMILEGA á okkar hryggjarstykki.

Miðbæjaríhaldið

Talsmaður Nýsköpunarstjórnar innan Sjálafstæðisflokksins sem eg vil, að beri nafn með réttu

Bjarni Kjartansson, 29.1.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Hjörleifur.

Heyr heyr...það eru margir góðir menn búnir ða vera að benda á brestina í þessu Evru-módeli. Handanhyggja margra í að leita að björgun utan frá er fyrirstaða í bata okkar. Trúum og treystum á okkur sjálf og stöndum undir því samfélagi sem forfeður okkar byggðu upp með svita sínum, tárum og blóði.

Haraldur Baldursson, 29.1.2009 kl. 13:46

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Á meðan gjörspilltur Sjálfstæðisflokkur ræður ríkjum með rotnu embættismannakerfi og pólitískum kúgunum og þvingunum er allt skárra fyrir almenning í landinu en það.

Guð blessi Ísland ef hann kemst aftur til valda eftir kosningar, þá mun ég flýja land þó því ég vil ekki að börnin mín búi við kúgun og spillingu sambærilega við það sem uppi er á teningnum í Rússlandi nútímans.

Þá bið ég frekar um að ESB en þetta ofríki.

Þór Jóhannesson, 29.1.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband