Dapurlegur endir á góðum ásetningi

Mér finnst vanta skýringu á því hvers vegna bjarndýrið var skotið á þessari stundu.

Gátu menn búist við að bangsi biði einfaldlega án viðbragða eftir því að verða svæfður?

Fjölmiðlaupphlaupið og glannalegar yfirlýsingar staðgengils umhverfisráðherra á fyrri stigum málsins þóttu mér vera skot yfir markið. Við verðum að temja okkur meiri hófstillingu í umfjöllun um sjálfsagða viðleitni til að bjarga lífverum í útrýmingarhættu. Það er einfaldlega skylda íslenska ríkisins sem aðila að viðkomandi aðþjóðasáttmálum og þarflaust að blanda einkaaðilum í kostnaðarhlið slíkra mála.

Nú er að sjá hvort þriðji hvítabjörninn birtist eins og draumspakur maður norður þar sér fyrir sér.

Vonandi verða stjórnvöld þá betur undirbúin og fjölmiðlarnir á lágu nótunum.

 

 


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég vona bara að það verði engin vopnlaus maður á vegi hans ef sá þriðji finnst þ.e. ef hann er hér á landi. 

En auðvitað á að reyna að bjarga þessum dýrum ef hægt er.   

Marinó Már Marinósson, 19.6.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband