Ísland dragi umsóknina tafarlaust til baka

Það er háðung fyrir íslensku ríkisstjórnina að vera með umsókn um aðild Íslands á biðlista hjá Evrópusambandinu. Hér er sáralítill stuðningur við þetta furðulega tiltæki sem VG lét Samfylkinguna teyma sig út í við stjórnarmyndun fyrir ári. ESB er sjálft í slíkum vandræðum að æ meiri óvissa er um framtíð þess, fyrst af öllu evruna sem notuð var sem tálbeita hér eftir hrunið.

Í Noregi birtist í dag skoðanakönnun sem sýnir meiri andstöðu við ESB-aðild þar í landi en áður hefur mælst: 62,5% eru á móti aðild á meðan aðeins 26,7% eru fylgjandi. Jafnvel í Hægriflokknum hefur vindurinn snúist, en 55% af kjósendum þess flokks segjast nú myndu greiða atkvæði gegn aðild.

Össur utanríkisráðherra ætti að sjá sóma sinn í að senda hraðbréf til Brussel fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júni og tilkynna framkvæmdastjórninni að Ísland sé hætt við umsókn að ESB. Í leiðinni sparast 7-10 milljarða, sem svarar til fjórðungs þess sem á að skera niður á fjárlögum næsta árs.

 


mbl.is Umsóknin er ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heill og sæll Hjörleifur. Ég er hjartanlega sammála hverju orði. Það væri besta afmælisgjöf sem lýðveldið gæti fengið, ef það yrði tilkynnt á sjálfan þjóðhátíðardaginn að hætt verði við umsóknina.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2010 kl. 15:59

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er verst hvað mikill tími hefur farið í þennan leikaraskap.  Úr því sem komið er er best að hætta við strax. Betri er hálfur skaði en allur.

Sigurður Þórðarson, 12.6.2010 kl. 16:01

3 Smámynd: Njörður Helgason

Ósköp yrði það nú pínlegt ef Íslendingar mundu draga umsóknina til baka. Samþykkta ákvörðun Alþingis. Er þá stefnan að samþykktir Alþingis séu einskis virð. Hægt verði að draga þær til baka eða rústa þeim með því að forseti landsins skrifi ekki undir sett lög.

Njörður Helgason, 12.6.2010 kl. 16:17

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Innilega sammála þér Hjörleifur.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.6.2010 kl. 16:25

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Njörður fyrir mér þá væri það pínlegt fyrir Samfylkinguna sem yrði þá uppvís af þvílíkum vinnubrögðum, vinnubrögðum sem ættu ekki að líðast. Þessi samþykkt fékks í gegn með því að beita lygum og prettum á Alþingi. Hverslags vinnubrögð sem það eru þá er verið að mótmæla þeim segi ég bara...  Það á að hlusta á meiri hluta vilja þjóðarinnar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.6.2010 kl. 16:30

6 Smámynd: Njörður Helgason

Hverslags afstaða er þetta hjá þér Ingibjörg gagnvart Alþingi?

Njörður Helgason, 12.6.2010 kl. 16:39

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vinstri grænir munu ALDREI láta draga umsóknina að ESB til baka. ENDA ESB-flokkur
eins og Samfylkinginn. Samþykktu umsókn að ESB, og saþykktu ríkisstjórnarþátttöku þar sem
ESB-aðild yrði eitt að höfuðmálum. Og nú er
komið á daginn að þetta var ekki bara umsókn sem Vinstri grænir samþykktu, heldur AÐLÖGUNARFERLI  að ESB. Blekktu því bæði þing og þjóð. Vinstri grænir eru jafn alþjóðasinnaðir og ESB-sinnaðir  og Samfylkingin. ENDA SAMÞYKKIR ENGIN ÞAÐ SEM VIÐKOMANDI ER Á MÓTI.  Hræsni VG í Evrópumálum  fyrir kosningar var  ótrúleg. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.6.2010 kl. 16:54

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Njörður: Það er ekkert pínlegt við að skipta um skoðun ef það er gert á málefnalegum grundvelli. Það er hinsvegar fátt pínlegra en að halda sig fast við einhverja fyrirætlan, þegar augljóslega er enginn málefnalegur grundvöllur fyrir henni lengur! Það pínlegasta við þetta er samt að þeim skyldi yfir höfuð detta í hug að sækja um.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2010 kl. 17:09

9 Smámynd: Sigurður Jónsson

Nú reynir á hvort þingmenn VG ætla að greiða atkvæði samskvæmt sinni sannfæringu eða setja upp leikþátt við atkvæðagreiðsluna til að tryggja að tillaga Unnar Bráar nái ekki fram að ganga.

Sigurður Jónsson, 12.6.2010 kl. 17:20

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekki bara heimskuleg tillaga hjá Hrunsjallaflokki  heldur forheimskuleg.  Enda hélt flutningmaður tillögunnar að haldið væri uppá 17. júní glóbalt.  Vitið er nú eigi meira en það svo búast má við miklum skynsemisskorti úr þeim ranni.

Furðuleg afstaða sjalla heilt yfir að reyna að vinna landinu sínu sem mestan skaða sem nokkur  möguleiki er á.  Ef þeir sjá einhversstaðar möguleika á vinna landi og þjóð skaða - þá segja sjallar ekki nei!

Það magnaðasta er ef hluti VG fer að hjálpa þeim í skaðastarfseminni - og trúir maður ekki slíku uppá þá, almennt, fyrr en á tekur.  Og varla að maður mundi trúa því þá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.6.2010 kl. 18:21

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, þ.e. hægt að fara millileið, sem er að fresta viðræðum. En, Tyrkland hefur í mörg ár, haft umsókn sem er í gildi en formlegar viðræður fara aldrei af stað.

Tilkynna ESB, að slæmar efnahagslegar aðstæður orsaki það ástand, að Ísland næstu misserin hafi ekki efni á, að eyða þeim tugum milljarða sem þetta umsóknarferli mun sennilega kosta.

Afstaða verði svo tekin síðar til þess, hvort viðræður skuli hafnar, þá eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hún fari þó ekki fram, fyrr en efnahagslegum stöðugleika hefur verið náð fram á ný.

Þetta þjónar þá einnig þeim tilgangi, þ.e. fresturinn, að þá verður væntanlega búið að ganga frá samkomulagi um Icesave - en ég geri ráð fyrir nokkurra ára fresti a.m.k.

Að auki, verðu orðið ljóst hvort Evran stendur eða hefur fallið, og einnig hvort stofnað var nokkurs konar sameiginleg fjármálastjórnun þeirra sem tilheyra Evru, og að auki að hvaða marki reglum ESB um Evruna að öðru leiti verður breytt.

Þannig, að biðin eyðir óvissu, þ.e. um okkar efnahagsmál, hvað verður í boði innan ESB, og síðan fær þjóðin þann frið sem hún þarf til að ná áttum - komast að því hverskonar framtíð hún vill.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2010 kl. 19:23

12 Smámynd: Elle_

Fáráðsumsókn og peningaeyðsla sem aldrei átti að komast í gegnum Alþingi í fyrstunni.  Pínd í gegn af flokki með 29% stuðning þjóðarinnar, nú enn minni.  Og með dyggum stuðningi VG-líða sem komu upp í pontu hver á fætur öðrum sem rugalðir væru og sögðu nánast beint út: Ég er algerlega á móti og segi samt JÁ.  Fáráðið verður ekki dregið til baka, Hjörleifur, meðan ólýðræðislega einvalds-fylking Jóhönnu og Össurar og hin vegvillta stjórn er við völd.

Elle_, 12.6.2010 kl. 22:27

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er á þeirri sömu skoðun og Einar Björn, bara stoppa tímabundið, við gætum hugsannlega sett ákveðinn tíma eða miða við efnahagsafkomu t.d. það bendir allt til þess að við séum að mörgu leyti á kolröngum tíma.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.6.2010 kl. 00:14

14 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

 Til þess að fólk skilji upphæðirnar.

7-10 miljarðar er langtum hærri fjárhæð en árleg leiðrétting lána um 17%-19%

209 miljarðar dreifist á 30 ár sem er líklegur meðallánstími húsnæðislána.

Það gera 6,9 miljarðar.

Ríkisstjórn sem tímir ekki að losa barnafjölskyldur úr skuldaánauð en tímair að eyða 7-10 miljörðum í umsóknaraðild er gjörsamleg forhertur djöfull sestur aðvið austurvöll.

 Ég á ekki til orð sem eru sæmandi.

Vilhjálmur Árnason, 13.6.2010 kl. 00:38

15 Smámynd: Elle_

Forhertur djöfull passar vel þarna.

Elle_, 13.6.2010 kl. 01:00

16 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hjörleifur.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.6.2010 kl. 01:11

17 Smámynd: Elle_

Og ekki síst vegna þess að skuldaánauðin sem Vilhjálmur talar um, var ríkisstuddur þjófnaður stórþjófa af skuldurum.  Og skuldarar eiga kröfu á leiðréttingu. 

Elle_, 13.6.2010 kl. 01:11

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Svona afstaða er sorgleg, fyrir margar ástæður. Þó sérstaklega þar sem að svona afstað lýsir mjög vel þeirri þröngsýni sem ríkir hjá viðkomandi.

Staðreyndin er hinsvegar að Hjörleifur hérna hefur verið á móti öllum milliríkjasamningum sem Ísland hefur gert síðustu áratugina, og gildir þá litlu hvað þeir heita.

Hérna eru dæmi, EES samningurinn (sjá einnig hérna, timarit.is, einnig hérna og hérna og hérna), EFTA samningurinn (líklega, finn ekki staðfestar heimildir um slíkt. Kannski var Hjörleifur þá ungur maður þegar samið var um EFTA aðild Íslands), ESB aðildarviðræður (Egill fjallar um þetta hérna).

Þessar gömlu fréttir sem ég vísa hérna í segja sína sögu. Ég vona að fólk taki eftir því þeirri sögu sem þessar fréttir segja þarna, og hvernig Hjörleifur hefur komið fram í málefnum sem snerta Ísland og alþjóðasamfélagið.

Jón Frímann Jónsson, 13.6.2010 kl. 01:53

19 Smámynd: Sigurjón

Sumsé, þú vísar í greinar þar sem Hjörleifur er á móti aðildarumræðum að ESB, en finnur ekki heimildir um andstöðu sama manns um aðild að EFTA eða öðru?! Mjög sorglegur málflutningur...

Sigurjón, 13.6.2010 kl. 05:40

20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Góðan dag hr Hjörleifur!  Tek undir allt sem þú segir í pistli þínum.

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2010 kl. 07:52

21 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Hjörleifur.  Ég hef sjaldan átt eins góða samleið með þér og í þessu máli.  Því af þessu máli hljótum við ekkert nema niðurlægingu.  Að óska eftir aðild að klúbbi sem maður ætlar ekki að ganga í skapar ekki traust. 

Þeir sem nauðguðu þessari umsókn í gegn hafa sett þann stimpil á alþingi Íslendinga að á því sé ekkert mark takandi.  Því fyrr sem þetta er viðurkennt og umsóknin dregin til baka því betra. 

Mér hugnast ekki að fara leið Einars og Högna og fresta umsóknin því bæði er það hættulegt fyrir seinni tíma flónsku og svo einfaldlega ódrengilegt gagnvart Evrópusambandinu

Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2010 kl. 09:02

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alþýðubandalagið var, að mestu leiti, á móti EFTA.  Og aðilar úr fleiri flokkum eftir atvikum.

Ef sgan er skoðuð viðvíkjandi samskipti Íslands útávið og sérstaklega til Evrópu - þá er þetta alltaf sama umræðan.  Nákvæmlega sama umræðan heilt yfir. 

Fyrst er allt ómögulegt, ógn og skelfing, Ásælni gegn frábæru íslandi etc.

Síðan til vara og þrautarvara er málflutningurinn að tíminn sé aldrei réttur o.s.frv.

Sem dæmi segir þjóðviljinn í nóvember 1968:

"Alþýðubandalagið og Framsókn telja umsókn um aðild að EFTA ótímabæra.   Rikisstjórnin  hyggst láta samþykkja aðildarumsókn að illa athuguðu máli"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.6.2010 kl. 09:46

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þjóðviljinn,  nóvember 1969:

,,Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins í sjónvapsfréttum í gær:  Verra ástand
við EFTA-aðild.

... enda væri tilgangur slíkra bandalaga að knýja fram verkaskiptingu með því aðstyrkja þá stóru
en drepa þá smáu."

Meina, ef fólk hefur td. ekki fylgst mikið með ESB umræðunni uppá síðustu misseri - þá gefur alveg sama áragur eða innsýn inní efnið að lesa bara umræðuna fyrir 40-50 árum og síðan þarna fyrir um 20 árum við aðild að EES.

Menn setja bara ,,ESB" í staðinn fyrir ,,EFTA eða EES" - nákvæmlega sama umræða.

Þarf ekki einu sinni að breyta um nöfn á persónum og leikendum - eins og sjá má.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.6.2010 kl. 10:06

24 Smámynd: Friðrik Jónsson

Sammála Vilhjálmi og Elle þetta er ríkisstjórn í mynd forhertra sem virðast staðráðnir í að rústa heimilum landsins.

En það er með ólíkingum með menn eins og Hjörleif að reyna að hvítþvo VG með því að skella skuldinni á Samfylkinguna og að það sé bara verið að pína aumingja VG til að samþyggja rányrkju stjórnarinnar frá fjölskyldum landsins,nei eins og ég sé þetta þá eru þessir flokkar jafnsekir því VG þykir svo vænt um stólana sína að þeir leggjast viljugir undir Samfylkinguna eins og hver önnur mella.

Friðrik Jónsson, 13.6.2010 kl. 14:13

25 Smámynd: Benedikta E

Jón Frímann - Það er gott þú vekur athygli á EES því með aðild að EES voru línurnar lagðar af Jóni Baldvin og Ingibjörgu Sólrúnu (þó hún styddi aðildina með sinni hjásetu) fyrir  banka-fárinu og efnahagshruninu.

Næst verður á dagskrá að draga til baka aðildina að EES og Schengen

Jón Frímann var ég ekki búin að segja þér að ESB aðildarumsóknin yrði dregin til baka - þú vildir ekki trúa því

Nú er bara best að trúa - HA - ?

Benedikta E, 13.6.2010 kl. 14:19

26 Smámynd: Benedikta E

Sæll Hjörleifur.

Takk fyrir góðan pistil - "Ísland dragi umsóknina tafarlaust til baka"

Ég kvitta undir það.

Benedikta E, 13.6.2010 kl. 14:26

27 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þegar Benedikta E Waage kvittar fyrir með samþykki sínu og velþóknun sýnir hvað Hjörleifur kallinn hefur lagst lágt í málflutningi sínum.

Gísli Ingvarsson, 14.6.2010 kl. 22:48

28 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Hjörleifur, ég er innilega sammála þér.

Það er einnig spurning hvernig viðtökur við fáum eftir að búið er að eyða árum í aðildarviðræður, samkomulag komið á blað og það síðan fellt af þjóðinni. Og allann tímann var í raun vitað að ekki væri vilji til aðildar hjá þjóðinni.

Það er hætt við að Ísland verði ekki hátt skrifað innan Evrópu eftir slíkan leikaraskap.

Gunnar Heiðarsson, 15.6.2010 kl. 05:16

29 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Í gegnum ESB aðildarumræðuna kristallast vel hversu stutt er í fasistisk og andlýðræðisleg viðhorf andstæðinganna. Ekki má ræða málin á öðrum nótum en að Íslendingar hafi allt að missa og það séu nýlenduveldi Evrópu (hér vantar bara Gyðingana) sem ætli sér að sölsa landið undir okkur. Ekki má ræða málin á 17.júní. Það er móðgun við???? hvern aftur. Hér er æmt á því að við séum þjóðríki en ekki lýðræðisríki. Útrýma ber útlendingum og lúpínum. á meðan bíður hinn mikli leiðtogi bak við ritstjórnarborðið og bíður eftir því að Heimssýn fasistanna fái honum aftur völdin. Þið eru nú auma pakkið.

Gísli Ingvarsson, 15.6.2010 kl. 09:26

30 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er að verða hálfgert vandræða mál fyrir alla. Það trúir því engin lengur að íslendingar gangi tíl liðs við ESB á næstu áratugum en samt lifir Þessi umsókn í kerfinu eins og krabbamein sem eingin leið er að losna við og kostar alla, bæði íslendinga og ESB stórfé.

Össur og flestir Sossarnir eru ekki svo vitlaus að þau sjái ekki hvernig þessu er háttað en að draga umsóknina til baka er svo mikill pólitískur ósigur að það bara ekki hægt. Samfylkingin virðist alltaf ná að mála sig svona  málefnalega út í horn. Þetta gerðis varðandi Icesave þegar  Samfylkingin eins og hún lagði sig mætti ekki á kjörstað í fyrstu þjóaratkvæðagreiðslu lýðveldisins. Þetta gerðist líka varðandi flata niðurfellingu á skuldum heimilanna. Allir sjá orðið að það var það eina rétta í upphaf en Sossarni eru búnir lýsa því  svo sterkt yfir að það sé ekki hægt að það er póltíst sjálfsmorð að gefa eftir í því, Helgu Hjörvar er til dæmis að segjast hafa fundi óvænt 100 miljarða í seðlabankanum til að geta farið í þetta núna............

Guðmundur Jónsson, 15.6.2010 kl. 10:37

31 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er kaldhæðið - Guðmundur.

Allt í einu er Helgi Hjörvar að taka undir rök Framsóknarflokksins, og um leið að fara þvert á fyrri orð félagsmálaráðherra þ.s. hann ásakaði Framsókn um að vilja hygla ríkum á kostnað þeirra fátækari - og segir nú að í reynd séu aðgerðir félagsmálaráðherra að gera akkúrat það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.6.2010 kl. 11:55

32 Smámynd: Dexter Morgan

Já, þetta er flott framtíð fyrir íslendinga. Jarðorkan seld til skúffufyrirtækis í Kanada, Kínverjarnir að fara að virkja hérna, eins og enginn væri morgundagurinn, allt vatn á íslandi á leiðinni í hendur einkavina og útlendinga og; svona til að bíta höfuðið af skömminni, þá verður haldið upp á þjóðhátíðardag íslendinga í Brussel !

Segið svo að þetta sé ekki bjart fyrir komandi kynslóðir

Dexter Morgan, 15.6.2010 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband