Enginn meirihluti hefur verið tryggður fyrir aðildarumsókn að ESB

Þótt utanríkisráðherra fái að leggja fram á Alþingi tillögu um að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu er nú ljóst eftir myndun ný ráðuneytis að Samfylkingin hefur enga tryggingu fyrir því að slík tillaga nái fram að ganga.

Ekki er meirihluti stjórnarþingmanna fyrir slíkri tillögu þar eða þingmenn Vinstri grænna hafa óbundnar hendur í afstöðu til hennar. Fram kom á flokksráðfundi VG að fimm þingmenn VG hafa þegar ákveðið að leggjast gegn samþykkt slíkrar tillögu og þeir verða eflaust fleiri áður lýkur.

Sá sem þetta ritar hefur verið andvígur því að slík tillaga sé lögð fram í nafni ríkisstjórnarinnar enda stangast það berlega á við landsfundarsamþykkt VG. Nú verður það Samfylkingarinnar að leita stuðnings við málið á Alþingi og margt á eftir að gerast áður en fylgi sé tryggt við slíka málsmeðferð.

Það er ömurlegt til þess að vita að upptaka eigi tíma Alþingis á næstu vikum vegna þráhyggju Samfylkingarinnar um ESB-aðild.  Jafnframt dæmist mikil vinna  og kostnaður á stjórnkerfið vegna undirbúnings að aðildarumsókn með öllu því sem til slíks heyrir. Þetta minnir á leiðangur fyrri ríkisstjórna til að tryggja Íslandi aðild að Öryggisráðinu með tilheyrandi brambolti og kostnaði upp á mörg hundruð milljónir króna.

Þótt meirihluti yrði fyrir aðildarumsókn á Alþingi er óvíst að Evrópusambandið taki við slíku erindi frá ríkisstjórn sem er tvíklofin í afstöðu sinni til aðildar. Þar fyrir utan eru yfirgnæfandi líkur á að samningi, ef til kæmi, yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Stefna Samfylkingarinnar um aðildarumsókn að ESB er að öllu leyti hið mesta óráð, einnig með hliðsjón af þeim miklu og erfiðu verkefnum sem bíða ríkisstjórnarinnar. Átök um ESB-aðild sem óhjákvæmilega myndu fylgja í kjölfar umsóknar myndu bitna á brýnum verkefnum og veikja til muna slagkraft ríkisstjórnarinnar til að fást við þau. Með ofuráherslu Samfylkingarinnar á ESB-aðild er jafnframt lífi ríkistjórnarinnar til lengri tíma litið teflt í tvísýnu. Æskilegast er að Alþingi stöðvi þennan leiðangur í fæðingu og þar reynir bæði á VG og flokkana í stjórnarandstöðu.

 

 


mbl.is Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Hjörleifur

.

Þetta ver að verða eins átakanlegt og óstöðvandi eins og unglingurinn í stúdentaóeirðum í Bandaríkjunum á að hafa sagt við Nixon fyrir framan Lincoln minnismerkið: "þetta er ófreskja og þú getur ekki stoppað hana, þú ert valdalaus". Kæru Íslendingar: velkomnir til: The New Icelandic Europenan Union Academic Industrial & Military Complex"

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.5.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ennþá er verið að blekkja fólk varðandi ESB. Fyrst var það meintur sigur ESB-sinna í kosningunum. Nú er það málsmeðferð ESB-umsóknarinnar á Alþingi.

Það er algjör uppgjöf ESB-sinna, að láta sendiboðann Össur flytja málið á Alþingi. Ef Jóhanna sæi einhverja glætu í stöðunni, hefði hún auðvitað flutt það sjálf.

Þar sem VG hafnaði stjórnar-frumvarpi um ESB-umsóknina, var lágmark að forsætisráðherra flytti það. Eins og venjulega, er reynt að láta líta svo út sem þessi niðulæging sé stór sigur Sossanna.

Eini ávinningur þess að taka ESB-umsókn til umræðu á Alþingi, er að NAFTA hlýtur að komast á dagskrá. Krafist er samanburðar á þessum tveimur kostum. NAFTA-aðild liggur beint við, nú þegar við höfum samning frá 01.júlí við eitt landanna þriggja, Kanada.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.5.2009 kl. 21:31

3 identicon

Auðvitað er það alveg fráleitt að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til ESB aðildar - auðvitað eiga "besservisserar" landsins að koma í veg fyrir það.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Reinhard

Það er alltaf stór spurning hvor leyfa eigi að lýðræðið sé kosið undan þjóðinni. Það verður mjög erfitt að fá það til baka, ef ekki ógerningur. Þetta er ekki neitt venjulegt málefni. Þetta mál snýst um hvort að íslenska þjóðin afsali sér fullveldinu og leggi niður lýðræðið eins og við þekkjum það.

Lýðræðið er á undanhaldi í Evrópusambandinu. Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur. Kjósa aftur og aftur ef Samfylkingunni í ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist verulega í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins. Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd.

Að vera smáþjóð í Evrópusambandinu krefst algerrar samvinnu. Ekki bara samvinnu, heldur ALGERRAR samvinnu. Þess vegna eru Írar þvingaðir aftur í kosningabúrið. Og þeim er eins gott að kjósa "rétt" því annars mun hin algera_samvinnan rúlla yfir þá.

Við erum ekki að tala um venjuleg kosningamál hér. Hinum efnahagslega samruna Evrópusambandsins er lokið. Það sem er í gangi núna er hinn pólitíski samruni Evrópu. Þetta benti Uffe Ellemann Jensen ykkur meðal annars réttilega á.

Ekki einu sinni sambandsríki Kanada eru komið svona langt í sínu sameiningarferli. Því miður eru fjölmiðlar Íslands algerlega clusless. Það hættulega er að þeir vita ekki að þeir vita ekki neitt.

Og þið haldið ennþá að ESB snúist um efnahagsmál. Þetta er sprenghlægilegt og grátlegt

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.5.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hjörleifur, ég er alveg tilbúin til þess að lána þér tjakk, ef þú hefur áhuga. Ég verð hvorki reið né uppstökk. Komdu bara og knúðu dyra.

Elfur Logadóttir, 11.5.2009 kl. 09:47

6 identicon

Sæll Gunnar

Ég get ekki verið sammála þér um það að það sé eitthvað meira lýðræði hér á landi en í mörgum ríkjum ESB. þau hafa ekki afsalað sér lýðræðislegum stjórnarháttum, hvorki innanlands né á vettvangi ESB. Þver á móti hafa völd ráðherraráðsinss og Evrópuþingsins verið að vaxa á undanförnum árum á kostnað framkvæmdastjórnarinnar. Hvort tveggja er til marks um styrkingu lýðræðis á vettvangi ESB.

Bara svo það sé líka ljóst þá geri ég mér fulla grein fyrir því að aðild að ESB snýst ekki bara um efnahagsmál eða fjórfrelsið - við fengum aðild að þeim hluta samstarfsins í gegnum EES. Aðildin snýst m.a um að almannavaldið í þeim löndum sem aðild eiga takist sameiginlega á við það verkefni að tryggja hagsmuni almennings í hnattvæddu efnhaagskerfi heimsins.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 21:20

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"Ég get ekki verið sammála þér um það að það sé eitthvað meira lýðræði hér á landi en í mörgum ríkjum ESB"

 

Kæri Reinhard

Þú þarft alls ekki að vera sammála mér. Ég hef nefnilega mín ráð því ég er mjög valdamikill. Næst þegar þú ferð yfir á bankareikningnum þá mun ég lemja þig í hausinn, hóta þér um lokun reiknings og niðurfellingu yfirdráttar og láta þig kjósa upp á nýtt þagnað til þú ERT sammála mér.

Mér liggur ekkert á. Ég bíð bara og mun alltaf vinna þína hylli þegar þú lendir í vandræðum og hættir að treysta þinni eigin dómgreind og eigin fólki. Ég bíð bara og læt þig kjósa aftur - og aftur

Á endnaum muntu verða mér algerlega sammála. Þetta tekur að vísu dálítinn tíma. En fyrr eða seinna muntu lenda í vandræðum og þá kem ég með lausnina fyrir þig. Í staðinn verður þú að kjósa mig aftur. Þetta er nefnilega mjög svo lýðræðingslegt.

Að vera í samvinnu við mig krefst aðeins eins af þér: SAMVINNU.

Ef þú ert smáfiskur (smáþjóð) þá mun ég krefjast ALGERRAR SAMVINNU, því hinir standa og bíða eftir þér

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 16.5.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband