Verkefnið að endurreisa krónuna

Eins og málum er háttað er verkefnið nú að endurreisa íslensku krónuna. Endurskoða jafnframt peningastefnuna þannig að við getum búið við eigin gjaldmiðil. Það kallar m.a. á að Íslendingar sníði sér stakk að vexti og endurtaki ekki þá hringavitleysu sem viðgekkst í skjóli svonefndrar útrásar. Í því sambandi þarf m.a. að fara gagnrýnið yfir þær tilskipanir sem við erum bundin af um fjármagnshreyfingar og bankastarfsemi í EES-samningnum.

Því miður hafa menn eytt ómældum tíma í þessa Evru-umræðu, sem aldrei gat gengið upp. Á meðan magnaðist bankabólan og sprakk í andlitið á okkur. Þeir sem kynt hafa undir umræðunni eru einstaklingar og stjórnmálaflokkur sem vilja umfram allt koma Íslandi inn í Evrópusambandið.

En meðal annarra orða, ef gjaldmiðilsskipti er það sem menn horfa til, skil ég ekki hvers vegna bandaríkjadalur hefur ekki verið meira til umræðu en raun ber vitni. Mér skilst að það sé á valdi viðkomandi ríkis að taka ákvörðun um slíkt og engar meiriháttar hindranir í vegi að formi til. Augljóslega fylgir slíku hins vegar veruleg áhætta fyrir íslenskt hagkerfi, eins og dæmi erlendis frá sanna.

Verkefnið er því að hlúa að krónunni okkar og hætta þessu Evru-rugli.


mbl.is Minnkandi áhugi á ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

NÚ?? Ég er sammála því íslenskt já takk.

Jónas Jónasson, 24.11.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.

Víti til varnaðar

Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband